Manstu [3]

Manstu [3]
(Lag / texti: Gísli Jónatansson / Hákon Aðalsteinsson)

Þegar koma þrautastundir
þungar eins og blý
felur, klæðir klett og hóla
koldimmt þokuský.

Gömul atvik mætast mörg
við minninganna torg
laða fram og leita uppi
löngu gleymda sorg.

Manstu þegar bjartast brosti
birta sálar ranns
þá var eins og guð og gæfan
gleddi huga manns.

Allir geta eflaust fundið
andans ljúfa frið
eins og þýðan þrastasöng
og þúsund vatna nið.

Geymdu ekki löngu liðið
líf í huga þér
enginn maður þarf að þreyja
það sem liðið er.

Þú skalt ekki þjóna lengur
því sem áður var
settu heldur sálu þinni
sýn til framtíðar.

Manstu þegar bjartast brosti
birta sálar ranns
þá var eins og guð og gæfan
gleddi huga manns.

Allir geta eflaust fundið
andans ljúfa frið
eins og þýðan þrastarsöng
og þúsund vatna nið.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar II]