Marglyttur yfir Miklubraut

Marglyttur yfir Miklubraut
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Nærbuxnamódel í tilvistarkreppu
kreistir stýrið í umferðarteppu,
dreymir um að stofna rokk og ról band,
eiga hittara og túra um allt land.
Slímhúðarflakksþjáður markþjálfi,
íhugar að koma sér upp hliðarsjálfi,
óravíddir heimsins eru skjáhvílan hans,
henni finnst allt á leið til andskotans.

Svo kemur rautt,
svo kemur grænt,
þau gefa öll í,
marglyttur yfir Miklubraut.

Lúpulegur frethólkur á fasteignasviði
var rekinn í dag, það beið hans miði,
hann þolir ekki að vinna með kvenfólki,
eitur í hans beinum: opin vinnurými
Annarlegur póstmaður á útburðarvagni
gúffaði í sig sveppum í talsverðu magni,
um Miklubrautarhafsbotninn svífur,
skerandi hávaði niðinn rífur.

Svo kom rautt,
svo kom grænt,
þau gáfu öll í,
marglyttur yfir Miklubraut.

Svo kom rautt,
svo kom grænt,
þau gáfu öll í,
marglyttur yfir Miklubraut.

[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]