Mávar
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég var einn í fjörunni,
mávarnir horfa á mig
og ég vildi að, já, ég vildi að,
ég væri einn af þeim.
Skipin sigla framhjá,
ég vildi ég væri á þeim,
sigla út í óvissuna,
sigla út í heim,
því ég lifi í óvissunni
og þú lifir á martröð minni.
Ekki segja neinum
hvað þú sást inni hjá mér,
því ég veit að, já, ég veit að
það var ekki fögur sjón.
[af kassettunni S.h. draumur – Bútaðir leggir 1982-1986]














































