Mér finnst ég ætti að gráta meira
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Mér finnst ég ætti að gráta meira
og jafnvel opna mig með tilfinningarnar
en hvar eru þær?
Hvar eru þær?
Ég er engu nær.
Allir eru alltaf að tala
en enginn er bara að segja neitt,
hef ekkert að segja,
hef ekkert að segja,
stundum er best að þegja.
Það eru allir að opna sig
en inni í mér er ekki einu sinni gapandi tóm,
ég fæ engin læk,
ég fæ engin læk,
hví er ég með mæk?
En þegar sólin kemur upp þá verð ég klár,
þegar sólin kemur upp þá verð ég klár
til að tala við þig,
til að berskjalda mig,
til að opna á.
[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]














































