Náttúran er ekki vinur þinn
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Skýin fela sólina af illgirni,
skýin míga á leiki mannanna,
fjöllin hafa vakað í 16.000.000 ár,
ef ég rýni inn í bergið sé ég bara berg.
Nei!
Náttúran er ekki vinur þinn.
Nei!
Tortímir þér bráðum ræfillinn,
litli maurinn þinn.
Akrafjall og Skarðsheiði gráir grafreitir,
svífur yfir Esjunni maðkað lík,
lóan er löngu farin, komin leiðindi,
ég sef varla neitt, vinn alltof mikið,
vinn alltof mikið…
Nei!
Náttúran er ekki vinur þinn.
Nei!
Tortímir þér bráðum ræfillinn,
litli maurinn þinn,
litli auminginn.
[af plötunni Dr. Gunni – Nei, ókei]














































