Nostalgía
(Lag / texti: Gunnar Örn Jónsson og Örn Karlsson)
Hvít var rjómalindin ljós
löngu fyrir daga mín.
Áður en sólin fór að skína
og silungsveiði hófst í Kjós.
Þá léttum vængjum loftið kluf
lekabyttur og í þeim sopi.
Litskrúðugur daggardropi
draup þá út um hvurja glufu.
Bærðust þá í léttum bogum
bunustraumar ýmislegir
óhindrað og ekki tregir,
aftur að ganga ljósum logum.
Nútildags er öldin önnur.
Nú er hellt í stórum stykkjum
öðruvísi og öðrum drykkjum
á annan hátt í aðrar könnur.
[af plötunni Súkkat – Ull]














































