Nótt eins og þessi
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég fer í bæinn með síðasta strætó
og sting inn á mig flöskunni,
1.60 á hæð og 100 kíló
og stelpurnar þoka mig ekki
en það kemur dagur eftir þennan dag
og önnur nótt, alveg eins og þessi.
Svo er ég í bænum og geng hring eftir hring
og fíla mig eins og fáviti,
þau stara öll á mig og hlæja að mér mér
þar sem ég græt og æli hjá apóteki
en það kemur dagur eftir þennan dag
og önnur nótt, alveg eins og þessi.
(Frjáls tjáning, breytileg eftir tónleikum)
Eitt skot í Tómas.
Tvö skot í lögguna.
Þrjú skot í rúntinn.
Fimm skot í sjálfan mig.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































