Nýjan felustað
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)
Allt of heitt,
sveitt sit ég hér.
Langar burt héðan.
Heyri skrjáf.
Er hann kominn heim?
Mun hann finna mig hér?
Það drýpur af mér,
það er einhver hér.
Orðin hrædd,
alltof hrædd.
Ef hann fyndi mig nú hér.
Þarf að finna stað,
góðan felustað
þar sem hann aldrei finnur mig.
Ég falið get mig þar.
Nýjan stað,
annan felustað.
Þar hann aldrei finnur mig,
ég falið get mig þar.
Niður fer.
Hann er á eftir mér.
Finn í maganum hnút.
Óttinn við
að hann finni mig.
Tek á sprett hér út.
Niður götuna fer,
hann er á eftir mér.
Hvaða átt?
Hvaða átt?
Veit ekkert hvert ég fer.
Þarf að finna stað,
góðan felustað
þar sem hann aldrei finnur mig.
Ég falið get mig þar.
Nýjan stað,
annan felustað.
Þar hann aldrei finnur mig,
ég falið get mig þar.
[af plötunni Írafár – Írafár]














































