Of sein

Of sein
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)

Dagurinn
runninn er nú upp.
Það veit enginn hvernig fer,
fram í tímann enginn sér.

Álagið
orðið of mikið.
Tíminn líður, enginn er
að segja henni að flýta sér.

Á hraðferð
á rangri leið.
Það bíða allir eftir mér.
Á hraðferð,
er alltof sein.
Það bíða allir eftir mér.

Ástin mín,
hérna bíð ég þín.
Síminn dauður, tíminn er
næstum runninn út hjá mér.

Hvar er hún?
Klukkan orðin þrjú.
Það er kjánalegt að standa hér.
Er hún að gera gys að mér?

Á hraðferð
á rangri leið.
Það bíða allir eftir mér.
Á hraðferð,
er alltof sein.
Það bíða allir eftir mér.

Hleyp inn kirkjuna,
gólfið blautt.
Ljósin slökkt, húsið er autt.
Engir gestanna eru hér.
Hann er farinn frá mér.

Á hraðferð
á rangri leið.
Það bíða allir eftir mér.
Á hraðferð,
er alltof sein.
Það bíða allir eftir mér.

[af plötunni Írafár – Írafár]