Og nú hljómar söngur

Og nú hljómar söngur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Hver bíll og hver strætisvagn stansaður er.
Og snjókorn úr loftinu koma í röð
og falla svo niður í friði og spekt
á flóðlýsta kirkju og lögreglustöð.

Viðlag
Og nú hljómar söngur
yfir byggðir og ból
um batnandi mannlíf
og gleðileg jól.

Á Tjörninni endurnar halda sinn hóp
í horninu nyrst þar sem vökin er auð.
Og góðhjörtuð börnin, sem ganga þar hjá,
þau gefa þeim snúða og heilhveitibrauð.

Viðlag

Og litperlur glóa um götur og torg
og granda og bryggjur með prúðbúin skip.
Og skapstirðar manneskju leyfa sér loks
þann lúxus að vera með glaðlegan svip.

Viðlag

Og svo má að endingu segja frá því
sem sumum finnst prýða mest jólafriðinn
að dagblaðaútgáfu alveg er hætt
og öllum er bönkunum lokað um sinn.

Viðlag

[engar upplýsingar um lagið á plötum]