Óli hundaóli

Óli hundaóli
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Ég heiti Óli og ég á hund
og hann er besti vinur minn.
Óli – Óli hundaóli.
Ég tek hann alltaf með í sund
og segi bara að hann sé bróðir minn.
Óli – Óli hundaóli.
Hann hundinn í ruslinu fann
og hundurinn er miklu gáfaðri en hann! – ú!

Og hundurinn kemur með í bíó
og borðar popp og kók.
Óli – Óli hundaóli.
Ég gef honum stundum tyggjó
bara svona upp á djók!
Óli – Óli hundaóli.
Hann hundinn í ruslinu fann
og hundurinn er miklu gáfaðri en hann! – ú!

Þegar ég verð orðinn gamall
og búinn í skólanum
ég ætla að verða einsetukarl
og giftast hundinum!
Óli – Óli hundaóli
Hann hundinn í ruslinu fann
og hundurinn er miklu gáfaðri en hann!
Hann hundinn í ruslinu fann
og hundurinn er miklu gáfaðri en hann! – ú!

[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans syngja og leika fyrir börnin – úr leikriti]