Pála spákerling
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
[úr söngleiknum Abbababb!]
Pála heiti ég
og spákerling ég er,
ég get spáð um framtíðina
eins og hún er hér,
já Pála heiti ég
og galdrakerling er
og Doddi litli draugur
hann minn góði vinur er.
Hún gefur mér orma
oní maga þeir fara
nammi namm!
Hei! Hó! Hei! Hó!
Í eintómu stressi
þið sitjið á rassi
fyrir framan einhvern skjá
í skyrtu og bindi.
Þið verðir með bumbu
með skalla‘ á höfðinu
þið talið bara eitthvað rugl,
já, svona vitleysu:
(Fullorðinsbull)
Þetta er tóm tjara,
við verðum ei svona,
þetta er bull, Pála!
Hei! Hó! Hei! Hó!
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































