Pétur pokamaður

Pétur pokamaður
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Ég syngja vil um sjómann einn.
Hann hét Pétur pokamaður.
Og annan eins vin ég átti ei neinn.
Og hann hvílir nú í söltum sjó.

Hann ævi fór í fiskirí.
Hann hét Pétur pokamaður.
Og hann hafði ekkert upp úr því.
Og hann hvílir nú í söltum sjó.

Hann var alltaf fyrstu upp á dekk.
Hann hét Pétur pokamaður.
Og í aðgerð berserksgang hann gekk.
Og hann hvílir nú í söltum sjó.

Og vín hann öllum betur bar
Hann hét Pétur pokamaður.
Í Grimsby, Húll og hvar sem var.
Og hann hvílir nú í söltum sjó.

Og ef að krepptust hnefar hans
Hann hét Pétur pokamaður.
þá féll í öngvit fjöldi manns.
Og hann hvílir nú í söltum sjó.

Og öllum var hann konum kær.
Hann hét Pétur pokamaður.
En aldrei framar hann faðmar þær.
Og hann hvílir nú í söltum sjó.

Og á hans gröf skín ekkert ljós.
Hann hét Pétur pokamaður.
Og þar vex engin ilmandi rós.
Því hann hvílir djúpt í söltum sjó.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]