Plássið (úr Sölku Völku)
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Halldór K. Laxness)
Lángt fyrir handan hafið salta gráa,
þar hímir pláss á bökkum úfins sjávar,
þar flökta guði sviftir menn og mávar,
móðirin vakir í tómthúsinu lága.
Þarna er ein snót sem þekti ég dáldið fyrrum,
þessari hef ég sofið á armi stundum.
Í ást og hatri úng við saman undum.
Nú andvarpar hún föl á beði kyrrum.
Hún rís á fætur fátæk undir morgun.
Fúlslegir vindar blása í kaupstað slíkum,
þeir elska rifur á fátæklegum flíkum
þess fólks er stritar og sér þó aldrei borgun.
Á nöprum morgni gefur hún kú og kindum,
kristileg lokar hún eldhúshurð og fjósi.
Í Jesúnafni hún kveikir á koluljósi,
sem krokir dauft í fúlum austanvindum.
Hún sýslar föl um mjólkurfötu og meisa,
á meðan hugsar hún oft um smáa dreinginn,
því ef hann skyldi vakna veit það einginn.
Ég vildi ég mætti skó hans binda og leysa.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]














































