Rauðar rauðar rúsínur

Rauðar rauðar rúsínur
(Lag / texti: Gunnar Örn Jónsson / Örn Karlsson)

Rauðar rauðar rúsínur
ramba á barmi fagurgala,
ókjör öll þær ætla að tala
í allrahanda langlínur.
Rauðar rauðar rúsínur.

Rauðar rauðar rúsínur
ramba á barmi gylliboða,
komið komið strax að skoða
skærlitaðar rúmdýnur.
Rauðar rauðar rúsínur.

Rauðar rauðar rúsínur
ramba á barmi skarlatklæða,
á Arnarhóli ætla að snæða
eðalborgar unghænur.
Rauðar rauðar rúsínur.

[af plötunni Súkkat – Fjap]