Reykjavíkurpakk
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)
Reykjavíkurpakk, Reykjavíkurpakk,
þið étið aldrei lambakjöt, þið étið bara snakk.
Reykjavíkurpakk, Reykjavíkurpakk,
í stað þess að ferðast um sveitir lands
þið farið utanlands á flakk.
Lengi höfum við hokrað
harðbýlum sveitum í
og dælt í ykkur skyri og skepnum
en þið skilið ekkert í því.
Reykjavíkurpakk, Reykjavíkurpakk,
þið seldur mér jú Zetorinn en ég segi aldrei takk.
Reykjavíkurpakk, Reykjavíkurpakk,
allt er ykkar pizzujukk
pempískt ullabjakk.
Að eltast við ull á kindum
öld eftir öld eftir öld,
okkar hlutskipti víst hefur verið
en verður það tæplega í kvöld.
Viðlag
Að æðrast það er fyrir luðrur
og aldeilis má verða‘ áðí bið
að við förum í velvakanda
að væla svona eins og þið.
[af plötunni Súkkat – Fjap]














































