Rijstafel með morði
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)
Við vildum helst fá okkur asískt
því alltíkring var orðið ofþýskt
og varla höfðum lokið upp orði
er okkur varð ljóst að boðið var
rijstafel með morði.
Það var par úti‘ í horni að hvísla,
í hári hvers annars að sýsla
og brúðarterta á hverju borði
á balískum stað hvers sérgrein þó var.
Rijstafel með morði.
Leðurklætt kriminalpólití pent
af praktískri ástæðu‘ á staðinn var sent
með ísköldu réttsýnu auga horfði
útyfir salinn hversvegna var
rijstafel með morði.
Ekki jók það okkar lyst
en einhvern tímann er allt fyrst,
við leifðum alveg haus og sporði
og einnig hinu af
rijstafel með morði.
Það getur verið ósköp gaman
að gæða sér á öllu saman
en guðir allir frá ykkur forði
óyndislegri kvöldstund við
rijstafel með morði.
Kannski er það ekki galið
að eiga sjálfur vandað valið
eða grípa sjálfur fyrstu hækju
og fá sér barasta
rijstafel með rækju,
rijstafel með risarækju,
rijstafel með grillaðri risarækju.
[af plötunni Súkkat – Fjap]














































