Sætur dauði

Sætur dauði
(Lag og texti: Snæbjörn Ragnarsson)

Dagur er liðinn við drunga og böl,
nú drekk ég, já tvo eða þrjá.
Lífið er tilgangslaus kuldi og kvöl;
við kveljumst og föllum svo frá.

Fáir mig þekkja og ég ekki þá
og þoli í raun ekki neinn.
Ég vil hafa næði og ven mig því á
að velja mðer borð fyrir einn.

Eigandinn þekkir mig og brosir breitt,
hann býður mér jafnvel góðan dag.
Sá er helvítis sóði með hárið ógreitt
og í hausnum er skítur og þvag.

Bjórinn er flatur og bragðast ei vel
og borðið er skítugt og valt.
Of vel upp alinn ég fyrir þeim fel
að ég fyrirlít alla og allt.

Það fjölgar á barnum og ég blóta þeim
me Breezer í hommalegum skóm.
Allir strákarnir hér eru ljótir og leim,
eistun lítil og höfuðin tím.

Inn kemur glyðra með brjóstin hálfber
og brókarlaus ilmur af synd.
Oj þessi stúlkar hún ofbýður mér
já andstyggðar hálfmellukind.

Vinir og ógeðslegir vandamenn,
ég vil ekki þekkja þetta lið.
Ég er dapur og vonandi drepst bara senn
því að dauður ég fær loksins frið.

[af plötunni Ljótu hálfvitarnir – Ljótu hálfvitarnir [4]]