Sálmur
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)
Á voluðum strætum er varla mann að sjá,
vegbúar fjarri, líkast til allir í bíó
en áðan er ég var inn í port eitt að gá
barst eyrunum skerandi æ sem breyttist þó í ó.
Ég sneri mér, þótt mér nokkuð snöggt við,
starði út í móskuna augum, það var nokkur vandi,
námu þá eyru mín grát svo ég gekk á snökktið,
fann gamlan hund þar með blindan öldung í bandi.
Ég spurði þá, fenguð þið bætur vegna stríðsins,
spenntur að vita hvernig fénu var varið,
kom þá fyrir hornið Lúðrasveit verkalýðsins,
loftið fylltist af marsi og ég heyrði aldrei svarið.
[af plötunni Súkkat – Fjap]














































