Sátt

Sátt
(Lag / texti: Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir / Vigdís Hafliðadóttir)

Sé þig oft á þessu litla landi
og þú vilt ekki ennþá ná augnsambandi
og fyrst var ég mjög reið,
mörgum partýum kveið,
fannst þú rjúfa okkar vinaeið.

Missti álit á þér
allar mætur og trú.
Vildi að fólk vissi að svona værir þú
því að þú særðir mig
svo ég hataði þig
en ég vil ekki hafa þannig.

Nú finn ég sátt
ég finn sátt
ég finn sátt
ég finn sátt.

Fallið var hátt
og ég missti’ allan mátt
en smátt og smátt
fór allt í rétta átt
og núna finn ég sátt.

Hugsa að mín bíði aldrei nein iðrun frá þér
og eflaust sérðu ekki á eftir mér.
Ég get höndlað flest allt
ég valdi ekki þetta fall
en það er val að vera lítill kall.

Og ég veit að þín bíður
svo stórt verkefni
að ná betri tengingu við sjálfan þig.
Ég vinn stöðugt í því
og er sterk, góð og hlý
þannig fólk vil ég hafa lífi mínu í.

Nú finn ég sátt…

Og ég veit að þín bíður
svo stórt verkefni
að ná betri tengingu við sjálfan þig.
Ég vinn stöðugt í því
og er sterk, góð og hlý
og þannig fólk vil ég hafa lífi mínu í.

Nú finn ég sátt…

[af plötunni Flott – Pottþétt flott]