Seiðandi nætur

Seiðandi nætur
(Lag / texti: Daníel Friðjónsson / Sesselja Sigurðardóttir)

Sumarsins seiðandi nætur
þá sólin kyssir jörð,
litlir leikandi fætur
léttir dansa um svörð.

Ljúfsár lóunnar rómur
leikur sitt dírrin dí,
og spóans sposki hljómur
spilar i synfóní.

Ilmur af útsprungnu blómi,
angan af grasi og mó,
dagsins dvínandi ljómi
dvelur í kvöldsins ró.

Kátir kliðandi lækir
kitla þar fjöll og gil
og lambærin svalan sækir
sopa í tæran hyl.

Opnaðu augun maður,
og eyrun þín leggðu við,
þá vonandi getur þú glaður
gefið von, ást og frið.

[af plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]