Siggi séní
(Lag og texti: Gylfi Ægisson)
Siggi hann var bóndi upp í sveit,
hann Siggi átti hesta, kýr og geit,
já hann Siggi átti hesta, já hann Siggi átti kýr,
já hann Siggi átti líka eina geit,
en það sem þjáði Sigga, var að hann var aldrei hýr
því heimasæta engin á hann leit.
En Siggi átti reyndar lítið ráð
og ráðið það var gott, ef að er gáð,
því Siggi átti hesta og Siggi átti kýr
og Siggi átti líka eina geit,
hann hélt af stað til borgarinnar, karlinn heldur hýr
og hét að fara ei aleinn upp í sveit.
Til borgarinnar Siggi lagði leið
en lítil sæla í borginni hans beið,
hann hélt því austur á Selfoss og stúlku þar hann fann,
stúlku sem að þráði bara að eignast góðan mann.
Svo nú á Siggi konu og krakka upp í sveit,
karlinn hefur staðið við sitt heit.
[af plötunni Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – Grásleppu Gvendur]














































