Skammdegi

Skammdegi
(Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson)

Sama hvað klukkan er,
alltaf myrkur.
Vakna’ eftir september
algjör klikkun.
Fólk að hósta’ í lófa,
enginn út úr húsi
nema krakkar í löggu’ og bófa
og fatlafólið Fúsi.

Fréttir í sjónvarpi,
flestar þeirra slæmar.
Eftir veður náð lágmarki
enn ein dönsk ræman.

Skammdegi á eyju,
vantar spennitreyju.
Skammdegi á eyju,
nenni ekki neinu.

Strákar með húfu
og hendur í vasa
en stelpur trefil úr tófu
og fóðraða hanska.
Kaldar konur
kaldhæðna karla hræða,
gera það flestar
En hver er ég að dæma?

Nú kemur helgin,
Ríkið lokar átta.
Hugsa að ég fái mér
einn, tvo eða átta.

Skammdegi á eyju,
vantar spennitreyju.
Skammdegi á eyju,
sem ég hef ekkert meira’ að segja’ um.

[af plötunni Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin]