Söknuður [3]

Söknuður [3]
(Lag / texti: Ingólfur Benediktsson / Helgi Seljan)

Í húmi kaldrar nætur hugsa ég til þín
og hjartans besta óskin mín hún fylgir nú þér.
Þú ung og fögur gengur eflaust gæfuveg
og gleymir fljótt því liðna, bæði sveitinni og mér.
Þar sem við áttum saman æskubjört og unaðsþrungin vor.
Það geyma margir grónir stígar gengin æskuspor.
Mörgu sem gerðist þar á maíkvöldum má ei segja frá.
En allt er breytt og eftir sit ég einn með höfga þrá.
En vina kær þú hvarfst á braut en brosin þín
Með bjartan fagran ljóma sinn þau geymast nú mér.
Þú ævinlega verður eina stúlkan mín
og öll mín ljóð þér helga ég, mín von er bundin þér.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]