Sólvík! Sólvík!
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)
Sólvík! Sólvík!
Bjarta dýrðardrottning,
Sólvík! Sólvík!
ljúfa móðir mín.
Sólvík! Sólvík!
Lúta þér í lotning,
Sólvík! Sólvík!
blessuð börnin þín.
Aldrei þagnar
þinna lækja kliður
né þinn ölduniður.
Því er verr og því er miður.
Sólvík! Sólvík!
Oss þú vekur yndi,
Sólvík! Sólvík!
lífs um langa tíð
Sólvík! Sólvík!
jafnt á vorsins vindi,
Sólvík! Sólvík!
sem í haustsins hríð.
Þrek vort efla
þínir háu kletta,
brekkur þínar brattar,
útsvör þín og allir skattar.
Sólvík! Sólvík!
Ó, þú unaðsríka,
Sólvík! Sólvík!
allra stássa stáss.
Sólvík! Sólvík!
Víkin allra víka,
Sólvík! Sólvík!
allra plássa pláss.
Öll vér tignum
fegurð þinna fjalla
og vér elskum alla
þína fornu fúahjalla.
Sólvík! Sólvík!
Hér í heimi hvergi,
Sólvík! Sólvík!
finnst neitt fegra þér.
Sólvík! Sólvík!
Brot af þínu bergi,
Sólvík! Sólvík!
er vor ævi hér.
Og vér bregðumst
aldrei þínum draumi,
þínum dýra draumi
nema stund og stund í laumi.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]
