Söngfélagið Freyja [2] (1922-25)

Söngfélag sem starfaði undir nafninu Freyja var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á framanverðum þriðja áratug síðustu aldar. Um var að ræða kór um þrjátíu kvenna í framsóknarflokknum sem söng undir stjórn Bjarna Péturssonar á fjölda skemmtana innan flokksins og utan árið 1922 og framan af árinu 1923 áður en hann hvarf af sjónarsviðinu.

Kórinn sem ýmist var kallaður Söngfélagið Freyja eða Kvennakórið Freyja birtist aftur árið 1925 og var áberandi í sönglífi bæjarins fram á haustið en hvarf að því loknu aftur og var þá líklega hættur störfum, á þeim tíma sungu þær konur mest á samkomum jafnaðarmanna en svo virðist sem um sama kór sé að ræða. Ekki liggur fyrir hver stjórnaði söngnum á þessu síðara skeiði.