Söngfélagið Svanur [2] (1909-13)

Kór var starfandi meðal Vestur-Íslendinga í Ballard í Seattle í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið við upphaf 20. aldar, kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svanur og líklega var um að ræða karlakór.

Heimildir herma að Söngfélagið Svanur hafi verið stofnað árið 1909 og starfaði það til ársins 1913 að minnsta kosti undir stjórn Helga Sigurðar Helgasonar. Söngfélagið hélt sína fyrstu tónleika vorið 1910 og síðan nokkuð reglulega eftir það en í því var áherslan lög á íslenskt lagaval, einsöngvari kórsins var Gunnar Matthíasson.

Upplýsingar eru einnig um söngfélag í Ballard árið 1902 en þar hlýtur að vera um annan kór að ræða.