Söngsystur [12] (2013)

Tríó vestfirska kvenna skemmti á árlegri kvöldvöku að Holti í Önundarfirði sumarið 2013 undir nafninu Söngsystur, þetta voru þær Dagný Arnalds, Rúna Esradóttir og Arnheiður Steinþórsdóttir en ekki liggja fyrir upplýsingar um að þær hafi komið fram opinberlega á öðrum vettvangi svo líkast til hefur þetta verið verkefni tengt þessum eina viðburði.