
Söngsystur
Um miðjan sjöunda áratuginn kom fram söngflokkur stúlkna í Keflavík undir nafninu Söngsystur en þær munu einungis hafa birst opinberlega í eitt skipti.
Söngsystur skipuðu þeir Anna Dóróthea Garðarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir, Margrét Pálsdóttir og Dóra Íris Gunnarsdóttir.














































