Söngsystur [6] (1996-97)

Söngsystur var að öllum líkindum lítill sönghópur sem söng trúarlega söngva, að minnsta kosti komu þær Söngsystur við sögu í nokkrum messum í Seljakirkju árin 1996 og 97. Að öllum líkindum er hér ekki um að ræða sönghóp sem starfaði um sömu mundir undir sama nafni.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um þessar Söngsystur, s.s. hversu stór hópurinn var, hverjar skipuðu hann, hversu lengi hann starfaði o.s.frv.