Spurðu fiðrildin

Spurðu fiðrildin
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)

Það er fátt sem fiðrildin
fljúgandi ekki vita,
allan daginn út og inn
án þess að fá sér bita.

Þeirra líf og yndi er
allt að vita‘ um sem flesta
og ættirðu‘ að hátta einn og sér
þau angra þig, spyrja til gesta.

Flögra víða, fara um
eins og fiðrilda‘ er háttur,
koma af stað kviksögum,
hvílíkur er þeirra máttur.

Svo kennirðu blak við kertaljós
að kveldi þá vertu sá snari
því fegurð þeirra er draumur úr dós
dulargerfið a la Mata Hari.

[af plötunni Súkkat – Ull]