Stillansar

Stillansar
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Ég var farinn í eyði,
málningin flögnuð af
og rúðurnar mölbrotnar
og útidyrahurðin týnd
en þú – þú áttir stillansa.

Endurnýjar mig,
málar upp á nýtt,
setur rúður í,
kaupir nýja hurð
því þú – þú átt stillansa.

Nú máttu búa í mér,
nú máttu eiga mig
og ég skal búa í þér
og ég skal eiga þig.

[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]