Stjörnuryk [2]
(Lag / texti: Vignir Snær Vigfússon / Birgitta Haukdal)
Hún var bara‘ að reyna‘ að sýna
hvað í henni bjó.
Fólkið reyndi, dæmdi, sýndi
en allt að lokum tókst.
Nú flýgur hún hátt
en hvernig kemst hún niður,
það nær engri átt,
það reyndist vera satt
að hún fór upp of hratt.
Reyndi‘ að setjast niður,
hugsa en það ekki tókst.
Stjörnurykir fólkið vildi,
varð til þess að allt tókst.
Nú flýgur hún hátt
en hvernig kemst hún niður,
það nær engri átt,
það reyndist vera satt
að hún fór upp of hratt.
[af plötunni Írafár – Allt sem ég sé]














































