Svart-hvíta hetjan mín

Svart-hvíta hetjan mín
(Lag og texti: Gréta Sigurjónsdóttir)

Þegar ég sé svona gæja eins og þig
finnst mér veröldin breyta um svip.
Þú hefur þannig áhrif á mig
að ég fell í yfirlið.

Svarthvíta hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín,
hvernig ert í lit?

Síðan þegar líður á kvöld
þú birtist mér á sjónvarpsskerminum.
Gæjalegur tekur öll völd
umvafinn svarthvíta sjarmanum.

Svarthvíta hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín,
hvernig ertu í lit?

Píunum þú vefur um fingur þér
með því að sýna hörku, kjark og þor.
Þú veist ekki hve heitt ég óska mér
að vera bara komin í þeirra spor.

Svarthvíta hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín,
hvernig ertu í lit?

Hvernig ertu í lit?
Hvernig ertu í lit?
Hvernig ertu í lit – svarthvíta hetjan mín?
Hvernig ertu í lit?
Hvernig ertu í lit?
Hvernig ertu í lit – svarthvíta hetjan mín?

Svarthvítan hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín.
Svarthvíta hetjan mín,
hvernig ertu í lit?
 
[m.a. á plötunni Dúkkulísur – Lífið í lit]