Svartfugl

Svartfugl
(Lag og texti: Magnús Thorlacius)

Þó flökti ljós
Og dökkni sjór
Ég fagna golunni frá þér
Svartfugl, kannast þú við mig?
Þú ert gullið mitt
Þú ert gullið mitt

Þó glymji stál
Og syngi skáld
Þar sem dvöldum hún og ég
Svartfugl, kannast þú við mig?
Þú ert gullið mitt
Þú ert gullið mitt

Svo birtist hún (birtist hún)
Og endurvekur trú
Tvö týnd í rökkri
Aðeins á skjön við hin
Tíminn, tíminn
Þú átt mig vísan

Þó falli tár
Sem aldrei sjást
Blindur fegurðina sér
Svartfugl, kannast þú við mig?
Þú ert gullið mitt
Þú ert gullið mitt

Falin, perlan þín
(Ooh-oh, ooh-oh, ooh-ooh)

Svo birtist hún (birtist hún)
Og endurvekur trú
Tvö týnd í rökkri
Aðeins á skjön við hin
Tíminn (tíminn)
Tíminn (tíminn)
Tíminn (tíminn)
Tíminn (tíminn)
Aðeins á skjön við mig

[af plötunni Myrkvi – Rykfall]