Svartur
(Lag / texti: Oddur Bjarni Þorkelsson og Snæbjörn Ragnarsson / Oddur Bjarni Þorkelsson)
Ég hef ekkert að fela og örsjaldan ég kaupi
koníak mér í pela. Á Cabernet í staupi
annað slagið dreypi.
Á tyllidögunum til læt ég leiðast
og tek lagið af lífi og sál.
Í barnaafmælum búrgúndíglaður
brosi og segi: Ykkar skál!
Mér finnst heimurinn bara svo himnaríkisbjartur
ef helli ég milli vara mér tollinum svo óspart,
þar til ég verð svartur.
Eins og heyrnarlaus dansa samba og salsa,
ég svínga af lífi og sál.
Á sunnudögum, miðjum í messunum,
mæli fyrir tuttugu og einni skál.
Því hvað er lífið án ljóssins sem þú veit að
leynist í göróttum vökva?
Leggðu höndina á höndina á hjartað og mundu að
helvíti fær þá sem skrökva.
Ef ég frétti af félaga sem hefur þornað
mér finnst það assgoti lélegt og við því vil ég sporna:
Honum kvölds og morgna
býð ég hjartastyrkjandi, heilavirkjandi
Heiðrúnarmjólk í dós
og vanti hann meðmæli, vísa ég bara til
vinar okkar, meistara Sós.
Því hvað er lífið án ljóssins sem þú veist að
leynist í göróttum vökva?
Leggðu höndina á hjartað og mundu að
helvíti fær þá sem skrökva.
Já, hvað er veröldin án veiganna sem að koma
vitinu til þess að fljúga?
Leggðu höndina á hjartað og mundu að
helvíti fær þá sem ljúga.
Já hvar væri fíflið án fyllerísins sem
fær okkur flest til að skríða?
Troddu fingri í kokið, kúgastu og
komdu og dettur aftur í‘ða.
[af plötunni Ljótu hálfvitarnir – Ljótu hálfvitarnair [4]]














































