Sveifluháls
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Sveifluháls er stór.
Sveifluháls er stór,
þar vaxa rotin blóm,
ég safna holum,
holum í jörðina,
þessi staður er martröð,
ég vil fara heim.
Sveiflu-ha-ha-háls!
Sveifluháls er stór.
Sveifluháls er stór,
það eru stórir steinar í skónum.
þeir eru einu vinir mínir,
ég drep tímann og tíminn drepur mig.
Sveiflu sveiflu sveiflu sveiflu.
Ég vil blæða/brenna fyrir/yfir Sveifluháls.
Sveifluháls er stór.
Sveifluháls er stór.
Ég er byrjaður að rotna.
Ef ég væri bær
væri ég kominn í eyði,
ég drap tímann og tíminn drap mig.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































