Sveinn og Pes

Sveinn og Pes
(Lag og texti: Megas)

Í ásunum hér fyrir ofan
býr undurfríður sveinn
sem kyssir á rassinn á kónginum Pes
en kýs þó
að sofa einn.

Ég lái honum ekki þeim ljúfling
að leyfa ekki forljótum durt
að spá í þá garðana grænu
hvar grær mörg
kynleg urt.

En hversvegna kyssir þá sveinninn
ókræsilegt þjóið á Pes?
Því má andskotinn sjálfur svara,
ég sigli.
Veriði bles.

[af plötunni Súkkat – Fjap]