Svo blind
(Lag / texti: Steinar Gunnarsson / Bjarni Tryggvason)
Er sál mín reikar meðal dökkra skugga
ég vildi ei fara með svo ég beið hér.
Ást þína ég þráði og hlýju þinna handa
en þú ert svo blind, svo frosin að ég fer.
En ég veit að þú vildir halda áfram
og vonaðir ég myndi fylgja þér.
Ást þína ég þráði og hlýju þinna handa
en þú ert svo blind, svo frosin að ég fer.
Ég finn mér aðra leið og aldrei aftur sný.
Og aldrei aftur, ég bíð, það ég sór.
Ást þína ég þráði og hlýju þinna handa
en þú varst svo blind, svo frosin að ég fór.
[af plötunni Súellen – Ferð án enda]














































