Sýrubælið brennur
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Tíu hippar bjuggu í sýrubæli.
Tíu tripp á dag, skegg og hár
geisla og glóa.
Sýrubæli, langt frá borg
lengst út í móa.
Tíu guðir, andleg innhverf íhugun.
Sýran vellur um vanga.
Þeir hossast og rústirnar ganga.
Sýrubælið brennur enda endalaust.
Tíu hippar hverfa‘ eins og negrastrákar.
Fjórir á hæli, tveir hanga á Mokka.
Þrír frömdu sjálfsmorð, einn skrifar á Mogga.
Upprisnir, fundnir í Hollywood.
Sýran vellur um vanga.
Þeir hossast og rústirnar ganga.
Sýrubælið brennur enda endalaust.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð]














































