Húsavíkurtríóið (1971-72)

Veturinn 1971 til 72 starfaði tríó innan Tónlistarskólans á Húsavík undir nafninu Húsavíkurtríóið en sveitin æfði undir handleiðslu Ladislav Vojta, tékknesks tónlistarkennara við skólann. Meðlimir Húsavíkurtríósins voru þau Katrín Sigurðardóttir píanóleikari, Þórhalla Arnljótsdóttir klarinettuleikari og Ásgeir Steingrímsson trompetleikari, þremenningarnir komu nokkuð fram opinberlega um veturinn og héldu m.a. sjálfstæða tónleika í Félagsheimilinu á Húsavík. Húsavíkurtríóið…

Hussein (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um pönksveit sem starfaði á Húsavík eða nágrenni í kringum 1990 og bar nafnið Hussein. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, hvenær hún starfaði og annað sem heima ætti í umfjölluninni um sveitina.

Hrynjandi [2] [félagsskapur] (um 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um félagsskap, tónlistarfélag sem starfaði á Húsavík undir nafninu Hrynjandi. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um þetta tónlistarfélag aðrar en að það kom að endurreisn Stórsveitar Húsavíkur og Lúðrasveitar Húsavíkur árið 1998 en starfsemi þeirra sveita hafði þá legið niðri um nokkurt skeið. Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um…

Hólmfríður Benediktsdóttir (1950-)

Hólmfríður Benediktsdóttir hefur sett mikinn svip á tónlistarstarf í S-Þingeyjarsýslum síðustu áratugina, bæði sem söngkona og kórstjórnandi en hún hefur stjórnað ógrynni kóra af ýmsu tagi, einkum barnakórum í gegnum tíðina. Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir er fædd 1950 – hún er Húsvíkingur að uppruna en fór suður til Reykjavíkur, fyrst í kennara- og tónmenntakennaranám og svo…

Honzby (1991)

Hljómsveitin Honzby var eins konar pönkrokksveit starfandi á Húsavík árið 1991 en meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, reyndar markar þessi sveit upphaf hljómsveitaferla þeirra en þeir eiga þó mis stóran tónlistarferil að baki sem inniheldur hljómsveitir á borð við Skálmöld, Innvortis og Ljótu hálfvitana svo fáein dæmi séu nefnd. Meðlimir Honzby voru þeir Arngrímur…

Hommagormar og hippar í handbremsu (1989-90)

Á Húsavík starfaði í kringum 1990 rokksveit sem bar nafnið það sérstæða heiti Hommagormar og hippar í handbremsu en um það leyti stóð yfir nokkuð öflug pönkrokkvakning ungs tónlistarfólks fyrir norðan með heilmiklu tónleikahaldi á Akureyri og Húsavík sem leiddi af sér fjölda hljómsveita og kynslóð sem hefur síðan verið áberandi í íslenskri tónlist. Hommagormar…

Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar (1966-67)

Hljómsveit var starfandi veturinn 1966-67 í Suður-Þingeyjarsýslu, hugsanlega á Húsavík og að öllum líkindum undir stjórn Sigurðar Friðrikssonar (Sidda) harmonikku- og orgelleikara – hér er því giskað á að sveitin hafi borið nafn hans, Hljómsveit Sigurðar Friðrikssonar eða jafnvel Tríó Sigurðar Friðrikssonar. Með Sigurði störfuðu í hljómsveitinni Páll Friðriksson (bróðir Sigurðar) og Illugi Þórarinsson, engar…

Hljómsveit Reynis Jónassonar (1964-2002)

Harmonikkuleikarinn Reynir Jónasson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni og af ýmsu tagi á sínum tíma en sú sveit sem starfaði lengst var starfrækt yfir einn vetur. Reynir sem upphaflega kom reyndar úr Suður-Þingeyjarsýslu, hafði flust norður til Húsavíkur árið 1963 þar sem hann gegndi m.a. starfi organista og kórstjóra við Húsavíkurkirkju en hann starfrækti…

Hljómsveit Jóns Aðalsteinssonar (1994)

Jón Aðalsteinsson læknir á Húsavík stjórnaði tónlistarflutningi í uppfærslu Leikfélags Húsavíkur á leikritinu Gamla Heidelberg (Alt Heidelberg) vorið 1994 og setti saman sex manna hljómsveit í eigin nafni í því skyni, Sveitina skipuðu þeir Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Hallgrímur Sigurðsson bassaleikari, Jón Ármann Árnason básúnuleikari, Barcley Anderson klarinettuleikari, Óli Halldórsson gítarleikari og Jón Aðalsteinsson sem sjálfur…

Hljómsveit Illuga (1978-2001)

Hljómsveit Illuga Þórarinssonar á Húsavík er með langlífari ballhljómsveitum Þingeyinga en sveitin starfaði í um tuttugu og þrjú ár, reyndar gæti hún hafa verið starfandi enn lengur – það sérstæðasta við þessa sveit er þó að hún starfaði í áratug eftir andlát hljómsveitarstjórans. Hljómsveit Illuga mun hafa verið stofnuð haustið 1978 en stofnmeðlimir hennar voru…

Hexía (1991-93)

Upplýsingar óskast um kvennapönksveit sem starfrækt var á Húsavík á fyrri hluta tíunda áratugarins undir nafninu Hexía, hugsanlega á árunum 1991 til 93. Sveitin lék eitthvað á tónleikum á Akureyri og Húsavík en á þeim árum var heilmikil vakning í pönk- og rokktónlist fyrir norðan. Meðlimir Hexíu voru þær Anna María Héðinsdóttir söngkona og gítarleikari,…

Haukar [1] (1962-76)

Hljómsveitin Haukar starfaði um árabil norður á Húsavík, um svipað leyti og sveitin var stofnuð var önnur sveit stofnuð sunnan heiða undir sama nafni sem varð til þess að sú norðlenska – sem hér um ræðir var eftirleiðis kölluð Húsavíkur-Haukar til aðgreiningar frá þeirri sunnlensku. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1962 en ekki liggur…

Haukar [4] (1988-89)

Hljómsveitin Haukar var stofnuð á Húsavík haustið 1988 og var sú sveit byggð á grunni hinnar eldri Hauka, Húsavíkur-Hauka sem höfðu starfað löngu fyrr. Hljómsveitin sem líklega varð ekki langlíf lék á dansleikjum eitthvað um veturinn 1988-89 en virðist ekki hafa starfað lengur en það, meðlimir hennar voru þeir Karl Hálfdánarson bassaleikari og Bragi Ingólfsson…

Haraldur Björnsson (1910-96)

Haraldur Björnsson var húsvískur harmonikkuleikari sem var virkur í samfélagi harmonikkuleikara í Suður-Þingeyjarsýslu en var líklega þekktari fyrir að fara við annan mann umhverfis landið með harmonikkutónleika. Haraldur var Húsvíkingur, fæddur sumarið 1910 og lærði sem barn lítillega á orgel en bæði faðir hans og bróðir léku á harmonikkur. Fjórtán ára eignaðist hann sína fyrstu…

Sönn ást (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit frá Húsavík, líklega pönksveit sem bar nafnið Sönn ást og innihélt m.a. Bogga [?] og Sindra [?], hér er giskað á að sveitin hafi verið starfandi í kringum 1990 en sú ágiskun þarf ekki að vera rétt. Óskað er eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði,…

Söngfélagið 4. nóvember 1899 (um 1900)

Stefán Guðjohnsen kaupmaður á Húsavík hafði forgöngu um stofnun söngfélags í bænum um aldamótin 1900 en það hlaut nafnið Söngfélagið 4. nóvember 1899 og er þar vitanlega vísað til stofndags þess, Stefán mun hafa annast söngstjórnina sjálfur en hann var af tónlistarættum – afi hans var Pétur Guðjohnsen sem var framámaður í söngmálum Íslendinga. Söngfélagið…

Söngfélag Húsvíkinga (1881-92)

Fáar heimildir eru um söngfélag eða -félög sem störfuðu á Húsavík á síðari hluta 19. aldar en það/þau störfuðu líklega frá því um 1881 og til 1892, nokkuð samfleytt af því er virðist. Ekki er vitað til að söngfélag/félög þessi hafi borið nafn en hér eru þau nefnd Söngfélag Húsvíkinga. Það mun hafa verið Magnús…

Svið (1992-94)

Rokksveit sem bar nafnið Svið starfaði á Húsavík á fyrri hluta tíunda áratugarins, líklega frá vetrinum 1991-92 og til 1994 að minnsta kosti. Upplýsingar eru fremur takmarkaðar um þessa sveit, vorið 1994 var hún skipuð þeim Hlyni Birgissyni trommuleikara, Guðmundi Svafarssyni gítarleikara og Hans Wium bassa- og trommuleikara en ekki liggur fyrir hvort sveitin hafði…

Stælar [1] (1969-70)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt á Húsavík undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, líklega veturinn 1969-70 og hugsanlega lengur. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en söngvari hennar var Hólmgeir Hákonarson sem var þá rétt innan við tvítugt, gera má ráð fyrir að aðrir meðlimir Stæla hafi verið á svipuðum aldri,…

Stuðlar [2] (1976-79)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðlar starfaði á Húsavík á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og virðist hafa verið eins konar harmonikkuhljómsveit eða hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar en fyrir liggur að hún starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 79 (e.t.v. lengur) og að meðal…

Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Stórsveit Húsavíkur (1988-93 / 1998-99)

Stórsveit Húsavíkur starfaði í nokkur ár og varð nokkuð virk í þingeysku tónlistarlífi. Sveitin var stofnuð snemma árs 1988 innan tónlistarskólans á Húsavík og starfaði framan af undir merkjum skólans undir nafninu Léttsveit Húsavíkur, því voru margir meðlimir sveitarinnar fremur ungir að árum og öðluðust heilmikla reynslu í þess konar spilamennsku með henni. Sveitin gekk…

Stefán Helgason (1951-)

Húsvíkingurinn Stefán Helgason fékk sinn skerf af fimmtán mínútna frægð er hann sigraði hæfileikakeppni í sjónvarpsþættinum Óskastundinni sem Stöð 2 stóð fyrir árið 1992 en þar lék hann listivel á munnhörpu. Í kjölfarið var hann eitthvað fenginn til að skemmta og kom m.a. fram í þættinum Þeytingi í Ríkissjónvarpinu árið 1995 og lék listir sínar…

Sólseturskórinn [2] (1992-)

Á Húsavík hefur um langt árabil starfað kór eldri borgara, lengst af undir nafninu Sólseturskórinn (stundum með rithættinum Sólseturkórinn). Kórinn mun hafa verið stofnaður árið 1992 en líklega liðu fjölmörg ár áður en hann hlaut nafnið Sólseturskórinn, líklega var það ekki fyrr en um aldamót. Reyndar eru upplýsingar almennt mjög takmarkaðar um þennan kór einkum…

Smaladrengirnir úr Neðrakoti (1990)

Hljómsveitin Smaladrengirnir úr Neðrakoti (SÚNK) frá Húsavík var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1990 en komst þar ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Svavarsson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Hjálmar Snorrason söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari. Það þótti fréttnæmt að sveitin var sú fyrsta frá Húsavík sem tók þátt í…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Húsavíkur (1961-79)

Að minnsta kosti tvívegis störfuðu skólahljómsveitir við Gagnfræðaskóla Húsavíkur en skólinn var starfræktur undir því nafni frá 1945 til ársins 1992 þegar hann sameinaðist Barnaskóla Húsavíkur og fékk þá nafnið Borgarhólsskóli. Árið 1961 var skólahljómsveit stofnuð undir nafninu GH-kvartett en GH stendur augljóslega fyrir Gagnfræðaskóli Húsavíkur, vitað er að Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Steinrímur Hallgrímsson…

Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur (1959-60)

Hljómsveit var starfandi innan Barnaskólans á Húsavík veturinn 1959-60 og bar hún líklega nafnið Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur. Meðlimir þeirrar sveitar voru Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Þórhallur Aðalsteinsson píanóleikari og Sigþór Sigurjónsson trommuleikari en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit.

Sigurður Hallmarsson (1929-2014)

Húsvíkingurinn Sigurður Hallmarsson var sannkallað kamelljón þegar kom að listum en hann var allt í senn, tónlistarmaður, leikari og listmálari – aðalstarf hans alla tíð var þó kennsla. Sigurður Hallmarsson (Diddi Hall) var fæddur (1929) og uppalinn á Húsavík og bjó þar nánast alla tíð, utan smá tíma sem hann var á Austfjörðum. Hann starfaði…

Færibandið [3] (1998-2000)

Færibandið var hljómsveit starfandi á Húsavík eða nágrenni síðustu ár síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þessa öld, sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum en einnig inni á Akureyri og víðar. Sveitin var stofnuð haustið 1998 og var Gunnar Illugi Sigurðsson trommuleikari meðal meðlima í henni en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi…

Fjögur á palli [1] (2002)

Kvartettinn Fjögur á palli var settur saman fyrir uppfærslu á söngleiknum Þið munið hann Jörund, sem Leikfélag Húsavíkur setti á svið snemma á árinu 2002. Nafn sveitarinnar vísar auðvitað til þjóðlagasveitarinnar Þriggja á palli sem fluttu tónlistina í sams konar sýningu þremur áratugum fyrr. Meðlimir Fjögurra á palli voru þau Sigurður Illugason söngvari og gítarleikari…

Cursh (1992-93)

Dauðarokkshljómsveitin Cursh (eða Curse) frá Húsavík var skráð til leiks í Músíktilraunum vorið 1993 en af einhverjum ástæðum mætti sveitin ekki til leik. Einnig er hugsanlegt að hún hafi tekið þátt í tilraununum undir öðru nafni. Sveitin hafði verið stofnuð um haustið 1992. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Fribbi [?], Stjáni [?], Siggi [?], Böddi [?]…

Gröftur (1993)

Hljómsveitin Gröftur frá Húsavík var ein af fjölmörgum sveitum í upphafi tíunda áratugarins sem spiluðu þungt rokk þar í bæ. Vorið 1993 var sveitin meðal þeirra sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar, meðlimir Graftar voru þá þeir Valdimar Óskarsson bassaleikari, Jón Stefánsson trommuleikari og Jóhann Jóhannsson söngvari og gítarleikari, þeir félagar höfðu árið áður verið skráðir…

Greifarnir [2] (1986-)

Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík er eitt af stærstu nöfnunum í íslenskri poppsögu en líklega hafa fáar sveitir skotist jafn skyndilega upp á stjörnuhimininn og hún gerði sumarið 1986 eftir sigur í Músíktilraunum Tónabæjar. Hljómsveitin, sem varð eins konar samnefnari fyrir svokallað gleðipopp, sendi á skömmum tíma frá sér fjölda stórsmella og troðfyllti félagsheimili landsins á…

Gloría (1989-97)

Húsvíska hljómsveitin Gloría starfaði um nokkurra ára skeið og fór mikinn á ballmarkaðnum á heimaslóðum, sveitin lék mikið á þorrablótum en einnig mikið á almennum dansleikjum. Gloría sendi frá sér eina plötu. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1989 og voru stofnmeðlimir hennar Víðir Pétursson gítarleikari, Hrannar Pétursson bassaleikari og söngvari, Þráinn M. Ingólfsson gítarleikari og Sigurpáll…

Geimharður og Helena (1991-95)

Geimharður og Helena var dúett (fremur en hljómsveit) sem starfaði á Húsavík á árunum 1991-95 að minnsta kosti. Borgar Þór Heimisson mun hafa verið söngvari en hljóðfæraskipan sveitarinnar var harmonikka og trommuheili auk e.t.v. fleiri hljóðfæra. Allar frekari upplýsingar óskast um Geimharð og Helenu.

Mistök [3] (1986-90)

Hljómsveitin Mistök starfaði á Húsavík á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og lék einkum á skóladansleikjum innan skólanna í bænum enda voru meðlimir sveitarinnar á grunnskóla- og menntaskólaaldri. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1986 og mun hafa gengið undir öðru nafni í byrjun. Ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina þá en haustið…

Mánatríóið [2] (1987)

Haustið 1987 var hljómsveit á Húsavík sem bar nafnið Mánatríóið. Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Þórhallur Aðalsteinsson hljómborðsleikari og Hafliði Jósteinsson söngvari skipuðu tríóið en það starfaði að líkindum aðeins fram að áramótum. Allar ábendingar og leiðréttingar um þessa sveit eru þó vel þegnar.

Villi, Alli og Halli (1974-76)

Litlar upplýsingar er að finna um húsvíska tríóið Villa, Alla og Halla sem víst er að starfaði vorið 1976, önnur heimild segir að þeir hafi einnig spilað 1974. Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari mun vera Alli en ekki liggja fyrir upplýsingar um hina tvo, hér með er óskað eftir þeim sem og öðru bitastæðu um þetta norðlenska…

Vespré (1989-90)

Pönkhljómsveitin Vespré starfaði á Húsavík um eins árs skeið í lok níunda áratugs síðustu aldar en nafn sveitarinnar á sér augljósa skírskotun í samnefnd dömubindi. Vespré var stofnuð 1989 og voru meðlimir hennar Guðmundur Svafarsson söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari, Þormóður Aðalbjörnsson gítarleikari og Gauti Þór Grétarsson trymbill. Sveitin lék á tvennum tónleikum nyrðra en þar…

Blúsvíkingar (1992)

Hljómsveitin Blúsvíkingar starfaði árið 1992 á Húsavík og spilaði blús. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar sem fór reyndar víða um norðanvert landið. Svo virðist sem Blúsvíkingar hafi verið endurreistir fyrir Mærudaga á Húsavík sumarið 2006.

Blóðmör [1] (1989-91)

Á árunum 1989-91, jafnvel lengur var starfandi rokksveit í þyngri kantinum á Húsavík undir nafninu Blóðmör. Meðlimir þessarar sveitar voru Þorgeir Tryggvason [gítarleikari?], Eggert Hilmarsson [bassaleikari?], Halli [Haraldur Ringsted Steingrímsson trommuleikari?] og Þrási [Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari?]. Staðfesting á meðlimum Blóðmörs og frekari upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Birtan hinumegin (1991)

Birtan hinumegin var eins konar nýbylgjusveit frá Húsavík sem starfaði í skamman tíma 1991 og var þá hluti af hinni svokallaðri Húsavíkursenu í rokkinu. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi Pétursson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Haraldur Steingrímsson trommuleikari og Aðalheiður [?] bassaleikari.

Bergmál [1] (1975)

Sumarið 1975 var starfrækt hljómsveit á Húsavík undir nafninu Bergmál, engar frekari upplýsingar er að finna um hana utan þess að Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari virðist hafa leikið með henni.. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit, starfstíma, meðlimi o.s.frv. óskast sendar Glatkistunni.

Barnakór Húsavíkur [1] (1974-91)

Barnakór Húsavíkur starfaði á Húsavík í fjölmörg ár undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1974 og starfaði til ársins 1991 en lagðist þá í dvala. Hann var síðan endurvakinn mörgum árum síðar og var þá einnig undir stjórn Hólmfríðar. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um þennan kór.

Barnakór Borgarhólsskóla (1996-)

Barnakór hefur verið starfandi við Borgarhólsskóla á Húsavík frá árinu 1996 að minnsta kosti. Line Werner var stjórnandi kórsins lengi vel en Hólmfríður Benediktsdóttir hefur stjórnað honum síðustu árin. Ekki liggur fyrir hvort kórinn er starfandi ennþá en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni auk annarra upplýsinga um þennan kór.

B.R.A. (1991-93)

Hljómsveitin B.R.A. (einnig ritað BRA) kom frá Húsavík, var skipuð ungum meðlimum og spilaði pönk líkt og margar aðrar sveitir á Húsavík um og eftir 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Ólafur Þórarinsson söngvari, Jóhann Jóhannsson gítarleikari, Valdimar Óskarsson bassaleikari og Hlynur Þór Birgisson trommuleikari. Sveitin var skráð til leiks líklega bæði 1992 og 93 en…

Tónakvartettinn frá Húsavík (1963-69)

Tónakvartettinn var söngkvartett starfandi á Húsavík á árunum 1963 til 1969, hann kom margsinnis fram opinberlega og eftir hann liggja nokkrar plötur. Kvartettinn tók til starfa vorið 1963 og birtist á ýmsum skemmtunum á heimaslóðum, það var þó ekki fyrr en 1966 sem hann hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika (á Húsavík) og þá fyrst hlaut…

Þríund [1] (1994-99)

Tríóið Þríund starfaði um árabil á Húsavík og lék á margs kyns skemmtunum og böllum nyrðra. Reyndar lék sveit með þessu nafni í nokkur skipti sunnan heiða á þessum en ekki er ljóst hvort um sömu sveit er að ræða. Það hlýtur þó að teljast líklegt. Meðlimir Þríundar voru bræðurnir Sigurður og Þórarinn Illugasyni gítar-…

Þrumur og eldingar (1991)

Þrumur og eldingar var rokksveit, hugsanlega í harðari kantinum, sem starfaði sumarið 1991 að öllum líkindum á Norðurlandi en hún lék á rokkhátíð á Húsavík það sumar. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.

Samkór Húsavíkur [1] (1942)

Samkór Húsavíkur hinn fyrsti var skammlífur en hann starfaði líklega aðeins í fáeina mánuði. Kórinn var stofnaður í ársbyrjun 1942 og starfaði af því er virðist fram á vorið en hann náði einungis að halda eina tónleika á þeim tíma. Stjórnandi Samkórs Húsavíkur var Ásbjörn Stefánsson læknir en um sextíu manns voru í kórnum.