Afmælisbörn 22. september 2025

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Stefáns Jökulssonar (1994-99)

Stefán Jökulsson var á tíunda áratug síðustu aldar nokkuð áberandi á reykvískum dansstöðum en hann starfaði þá um tíma með söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni, Örnu Þorsteinsdóttur, Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og fleirum, lék þá á skemmtara eða hljómborð í Súlnasal Hótel Sögu, Næturgalanum í Kópavogi og víðar. Árið 1994 var Hljómsveit Stefáns Jökulssonar auglýst á…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Afmælisbörn 22. september 2024

Hvorki fleiri né færri en sex tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Guðmundar R. Einarssonar (1952-54)

Trommuleikarinn Guðmundur R. Einarsson starfrækti hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því hugsanlega var um að ræða þrjár hljómsveitir á þremur árum á sjötta áratug síðustu aldar. Haustið 1952 lék hljómsveit sem kennd var við Guðmund, með Marie Bryant söngkonu og Mike McKenzie píanóleikara (og söngvara) á tónleikum í Austurbæjarbíói en auk Guðmundar skipuðu Eyþór Þorláksson…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Afmælisbörn 22. september 2023

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Afmælisbörn 22. september 2022

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Smellir [1] (1988-93)

Hljómsveitin Smellir var um nokkurt skeið húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ og skartaði þá söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni og fleiri þekktum slíkum. Smellir voru fyrst auglýstir í dagblöðum sem húshljómsveit í Danshúsinu árið 1990 en ein heimild hermir að saga sveitarinnar nái alveg aftur til 1988 og miðast þessi umfjöllun um það. Sveitin starfaði lengst…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Austurbæjar (1947-65)

Líkt og við marga af gagnfræðaskólum landsins voru á sínum tíma starfandi skólahljómsveitir við Gagnfræðaskóla Austurbæjar (sem einnig var kallaður Ingimarsskóli eftir fyrsta skólastjóranum) en skólinn starfaði undir því nafni til ársins 1974 en hann hafði verið stofnaður 1918 og gekk fyrst undir nöfnunum Ungmennaskóli Íslands og Gagnfræðaskóli Reykjavíkur áður en Austurbæjarnafnið kom til sögunnar.…

Afmælisbörn 22. september 2021

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara en hann lést árið 2020. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög eins…

Afmælisbörn 22. september 2020

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara sem lést fyrr á þessu ári. Ragnar (f. 1934) þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja lög…

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Andlát – Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason (Raggi Bjarna) er látinn, á áttugasta og sjötta aldursári. Nafn Ragnars telst vera eitt af þeim stærstu í íslenskri tónlistarsögu, hann sendi frá sér á fjórða tug smáskífna og fimmtán breiðskífur á ferli sínum og nutu mörg laga hans mikilla vinsælda og hafa orðið sígild. Meðal þeirra má nefna lög eins og…

Afmælisbörn 22. september 2019

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og fimm ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Afmælisbörn 22. september 2018

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og fjögurra ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Bjarni Böðvarsson (1900-55)

Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf og Bjarni Böðvarsson en hann var áberandi með danshljómsveit sína á fyrri hluta síðustu aldar og varð fyrstur allra til að fara með hljómsveit sína út á landsbyggðina, hann var ennfremur framarlega í að kynna tónlist í nýstofnuðu ríkisútvarpi, var einn af þeim sem höfðu frumkvæði…

Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62)

Eyþór Þorláksson starfrækti tríó í eigin nafni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en þó með hléum þar sem hann m.a. starfaði og nam gítarfræði á þeim tíma á Spáni. Tríóið kemur fyrst við sögu sumarið 1953 og var þá líklega sett saman fyrir tónleika sem breska söngkonan Honey Brown hélt hérlendis, svipaður viðburður…

Afmælisbörn 22. september 2017

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og þriggja ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Hljómsveit Þórarins Óskarssonar (1950-89)

Básúnuleikarinn Þórarinn Óskarsson starfrækti fjölda hljómsveita um ævi sína en þær störfuðu á tímabili sem spannar um fjóra áratugi – þó með mörgum og mislöngum hléum. Fyrsta sveit Þórarins, Þ.Ó. kvintettinn (eða ÞÓ kvintett) starfaði í byrjun sjötta áratugarins en var stofnuð sumarið 1950, meðlimir hennar í upphafi voru líklega auk Þórarins sjálfs þeir Guðni…

Neo (1956-65)

Hljómsveitin Neo (einnig stundum ritað Neó) starfaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, bæði hér heima og  erlendis Sveitin var ýmist tríó, kvartett eða jafnvel kvintett en hér verður hún einungis nefnd Neo til einföldunar. Neo var líklega stofnuð 1956 (reyndar segir ein heimild sveitina hafa verið stofnaða 1945 en það er harla ósennilegt),…

Afmælisbörn 22. september 2016

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og tveggja ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

Danssveitin (1993-96)

Danssveitin lék á dansstöðum bæjarins um nokkurra ára skeið á tíunda áratugnum en sveitin var skipuð reynsluboltum úr danshljómsveitabransanum. Sveitin var oft auglýst undir nafninu Danssveitin og Eva Ásrún [Albertsdóttir] en hún var söngkona sveitarinnar. Aðrir meðlimir voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari. Danssveitin…

Afmælisbörn 22. september 2015

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og eins árs gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir þekkja…

RSD tríóið (1950)

RSD tríóið er klárlega ekki þekktasta tríóið sem Ragnar Bjarnason söngvari starfaði með en það var með fyrstu eiginlegu hljómsveitum sem hann starfaði með, en varð reyndar ekki langlíft. Vorið 1950 stofnaði Ragnar tríóið, sem auk hans skipuðu Sigurður Þ. Guðmundsson (Siggi kanslari) sem lék á harmonikku og Andrés Ingólfsson klarinettuleikari. Sjálfur lék Ragnar á trommur…

Allar plötur Ragga Bjarna komnar í gagnagrunn Glatkistunnar

Rétt er að vekja athygli á að upplýsingar um allar plötur stórsöngvarans Ragnars Bjarnasonar (Ragga Bjarna) eru nú komnar í gagnagrunn Glatkistunnar, eða um fimmtíu talsins. Segja má að söngferill Ragnars spanni allar tegundur útgáfuformsins en fyrstu plötur hans komu út á 78 snúninga plötum (1954), næst komu 45 snúninga plöturnar til sögunnar, þá breiðskífurnar…

Guðbergur Auðunsson – Efni á plötum

Guðbergur Auðunsson, Ragnar Bjarnason og KK-sextettinn – Hvítir svanir / Vor við flóann / Lilla Jóns / Angelina Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttir Útgáfunúmer: HSH 45 – 1001 Ár: 1959 1. Lilla Jóns 2. Angelína 3. Vor við flóann 4. Hvítir svanir Flytjendur KK-sextett – engar upplýsingar Ragnar Bjarnason – söngur Guðbergur Auðunsson – söngur    …

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Hafliða Jónssonar (1946-52)

Hljómsveit Hafliða Jónssonar virðist hafa verið starfrækt með hléum á árunum 1946 til 1952 en upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti. Árið 1946 starfaði sveitin að mestu í Breiðfirðingabúð og með Hafliða (sem var píanóleikari) voru þeir Kristján Kristjánsson (KK) saxófón- og klarinettuleikari og Svavar Gests trommuleikari. Sveit var einnig starfandi í nafni…

Hljómsveit Magnúsar Randrup (1950-68)

Hljómsveit Magnúsar Randrup var kennd við stjórnanda hennar, Hafnfirðinginn Magnús Kristinn Randrup en hann lék á harmonikku, saxófón og horn, sveitin var alla tíð harmonikkusveit sem lagði áherslu á gömlu dansana. Magnús starfrækti sveitir undir eigin nafni líklega í þrenns konar útgáfum en tvær þeirra fá hér stærstan hluta umfjöllunarinnar. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Magnúsar var…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…

Hljómsveit Svavars Gests – Efni á plötum

Sigurdór Sigurdórsson og Hljómsveit Svavars Gests – Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2012 Ár: 1960 1. Mustafa 2. Þórsmerkurljóð Flytjendur: Sigurdór Sigurdórsson – söngur Hljómsveit Svavars Gests; – Svavar Gests – trommur og söngur – Eyþór Þorláksson – gítar – Gunnar Pálsson – bassi – Reynir Jónasson – harmonikka – Sigurður Þ. Guðmundsson – píanó Sigrún Ragnarsdóttir – raddir  Anna…

Íslensku tónlistarverðlaunin [tónlistarviðburður] (1993-)

Íslensku tónlistarverðlaunin hafa verið veitt síðan 1993, verðlaunin eru þó ekki fyrst sinnar tegundar á Íslandi – Stjörnumessa var haldin í fáein skipti á áttunda áratug liðinnar aldar og eins hafa ýmsir fjölmiðlar gert tilraunir til slíkra verðlaunahátíða, þær hafa þó aldrei orðið langlífar. Menningarverðlaun ýmis konar eru þó undantekningar en þar er tónlist yfirleitt…

Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Ragnar Baldur Bjarnason (f. 1934) er einn ástsælasti dægurlagasöngvari íslenskrar tónlistarsögu. Hann var sonur Bjarna Böðvarssonar og hlaut tónlistina beint í æð en Bjarni rak eigin hljómsveit um árabil. Móðir Ragnars, Lára Magnúsdóttir var ennfremur dægurlagasöngkona, líklega ein sú allra fyrsta hér á landi. Tónlistarferill Ragnars hófst reyndar á því að hann lék á trommur…

Elly Vilhjálms – Efni á plötum

Elly Vilhjálms [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2010 Ár: 1960 1. Ég vil fara upp í sveit 2. Kveðju sendir blærinn Flytjendur: Elly Vilhjálms – söngur KK-sextett – Jón Sigurðsson [2] (Jón bassi) – bassi og raddir – Jón Páll Bjarnason – gítar – Þórarinn Ólafsson – raddir og víbrafónn – Guðmundur Steingrímsson – trommur – Árni Scheving…