Rondó (1981-82)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem hún sé fjarskyld öðrum Rondó hljómsveitum tengdum Eyjunum en meðlimir hennar voru Einar Guðnason trommuleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari [?], Björn Bergsson gítarleikari og söngvari, Sigurður Óskarsson orgelleikari og Huginn Sveinbjarnarson [?], sá síðastnefndi hafði leikið á klarinettu með Rondó…

Jassinn (1924-34)

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega danshljómsveitin Jassinn starfaði í Vestmannaeyjum en hún var þó að minnsta kosti starfandi 1929-34, ein heimild segir hana jafnvel hafa komið fram upphaflega árið 1924 og að meðlimir hennar hafi verið þeir Ingi Kristmannsson píanóleikari, Filippus Árnason trompetleikari, Kristján Kristjánsson mandólínleikari, Aage Nielsen banjó- og mandólínleikari, Árni Árnason…

Echo [3] (1963-66)

Vestmannaeyjar sluppu ekki við gítar- og bítlatónlistina frekar en aðrir staðir og hljómsveitin Echo var þar starfandi um tveggja ára skeið, líklega frá 1963 eða 64 til 1965 eða 66. Meðlimir þessarar sveitar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en þeir voru Guðlaugur Sigurðsson gítarleikari, Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari, Guðjón Sigurbergsson bassaleikari og Sigurður W. Stefánsson…

Gosar [1] (1963)

Karlakórinn Gosar var starfandi í skamman tíma árið 1963, líklegast í Vestmannaeyjum en hann var skipaður ungum söngmönnum sem vart voru komnir af barnsaldri. Engar upplýsingar liggja fyrir um þennan kór.

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar (1954-84)

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar var starfrækt í Vestmannaeyjum og víðar um árabil, eftir því sem sumar heimildir segja í allt að þrjátíu til fjörtíu ár. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1954 (þrátt fyrir að ein heimildin segi hana hafa verið starfandi milli 1940 og 50), af Guðjóni Pálssyni píanó- og harmonikkuleikara en hann var þá…

Logar (1964-)

Hljómveitin Logar var stofnuð 1964 af meðlimum annarrar sveitar, Skugga frá Vestmannaeyjum en þeir voru Helgi Hermannsson söngvari, Henry A. Erlendsson bassaleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Grétar Skaptason gítarleikari (d. 1979), Guðni Þ. Guðmundsson harmonikku- og orgelleikari (síðar organisti) mun einnig hafa verið meðal stofnmeðlima og leikið með sveitinni fyrsta hálfa árið. Auk þeirra bættist…

Logar – Efni á plötum

Logar – Minning um mann / Sonur [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 007 Ár: 1973 1. Minning um mann 2. Sonur minn Flytjendur Hermann Ingi Hermannsson – raddir Helgi Hermannsson – raddir og gítar Henry Erlendsson – bassi Ólafur Bachmann – söngur og trommur Guðlaugur Sigurðsson – hljómborð Logar – …mikið var… Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer:…

Made in China (1999-2004)

Hljómsveitin Made in China kom frá Vestmannaeyjum og starfaði allavega á árunum 1999 til 2004 en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum. Meðlimir sveitarinnar voru árið 2001 Gísli Stefánsson gítarleikari, Gísli Valur Gíslason bassaleikari, Gunnar Friðberg Jóhannsson hljómborðsleikari, Birkir Ingason trommuleikari og Ari Karlsson söngvari og gítarleikari, þá höfðu einhverjar mannabreytingar orðið á skipan hennar. Made…

Mannekla (1999-2002)

Hljómsveitin Mannekla var frá Vestmannaeyjum og starfaði 1999 – 2002 en fór þá í pásu. Sveitin sneri aftur eftir hana sem Thorhamrar. Mannekla spilaði einkum efni eftir aðra og gerði út á ballmarkaðinn. Meðlimir voru Heiðar Kristinsson trommuleikari, Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Helgi Tórshamar gítarleikari og Arnar Sigurjónsson bassaleikari. Mannekla sendi frá sér eina smáskífu…

Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1989 og voru fyrstu meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson hljómborðsleikari, Þröstur Jóhannsson gítarleikari og Einar Björn Árnason söngvari en…

Radíus [1] (1980-84)

Hljómsveitin Radíus var sveitaballasveit frá Vestmannaeyjum en hún spilaði mikið á Suðurlandi um og upp úr 1980. Sjöund (7und) varð síðar til upp úr sveitinni, en upplýsingar um hana eru af skornum skammti. Þó átti sveitin efni á safnplötunni SATT 2 (1984) og var sveitin þá skipuð þeim Þórarni Ólafssyni söngvara, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Eiði…

Samfella Nönnu (1996)

Hljómsveitin Samfella Nönnu var starfrækt í Vestmannaeyjum 1996. Helgi Tórshamar var einn meðlima sveitarinnar en ekki liggur fyrir hverjir fleiri skipuðu sveitina eða hversu lengi hún starfaði.

Stertimenni (1989-91)

Stertimenni er hljómsveit úr Vestmannaeyjum en hún tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1989, þá skipuð þeim Viktori Ragnarssyni bassaleikara, Hafþóri Snorrasyni bassaleikara, Óskari Matthíassyni gítarleikara, Steingrími Jóhannessyni hljómborðsleikara og Ómari Smárasyni söngvara. Sveitin var enn starfandi 1991 en það ár átti hún lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Meðlimir voru…

Tranzlokal (2005-07)

Vestmannaeyska pönkrokksveitin Tranzlokal var stofnuð 2005 upp úr hljómsveitunum Lonesher og Pacific, og var upphaflega skipuð þeim Guðmundi Óskari Sigurmundssyni söngvara og gítarleikara, Daníel Andra Kristinssyni bassaleikara, Pétri [?] gítarleikara og Sæþóri Þórðarsyni trommuleikara. Árið eftir (2006) keppti sveitin í Músíktilraunum og komst í úrslit þeirrar keppni. Þá hafði Arnar Sigurðsson tekið við gítarnum af Pétri.…

TryCorp (2006)

Hljómsveitin TryCorp (Tryggvi Corporation) starfaði í Vestmannaeyjum 2006. Meðlimir sveitarinnar voru Tryggvi Hjaltason söngvari og gítarleikari, Kjartan [?] trommuleikari, Sigurjón Viðarsson hljómborðsleikari og Eyþór [?] bassaleikari. Flestir meðlima Trycorp voru samhliða í annarri Eyjasveit, Stillbirth en litlar upplýsingar er að finna um sveitina.

Útlendu aparnir (2006)

Hljómsveitin Útlendu aparnir úr Vestmannaeyjum var eins konar undanfari The Foreign monkeys sem sigraði Músíktilraunir 2006. Líklega er þó ekki um að ræða sömu sveitina, þeir Bogi Rúnarsson bassaleikari og Gísli Stefánsson gítarleikari (báðir úr Foreign monkeys) voru í henni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu þessa sveit.