Það sem ekki má

Það sem ekki má
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)

Ef þú, vinur, vilt mér einni hjá,
einni fá að vera,
það er ýmislegt sem ekki má,
ekki má þá gera:

Biðja mig og biðja mig,
biðja mig að faðma þig;
það er meðal annars það sem ekki má.

Horfa inn í augu mín
eins og ég sé stúlkan þín;
það er meðal annars það sem ekki má.

Vekja aftur hjá mér heita þrá,
heita þrá með brosi þínu;
það er meðal annars það sem ekki má.

Láta hjartað alltaf örar slá,
örar slá í brjósti mínu;
það er meðal annars það sem ekki má.

Leggja síðan kinn við kinn;
kyssa heitan vanga minn;
það er meðal annars það sem ekki má.

Segja að þú viljir, viljir fá,
viljir fá að elska mig;
það er meðal annars það sem ekki má.

Biðja mig að svara og segja já,
segja að ég elski þig;
það er meðal annars það sem ekki má.

[m.a. á plötunni Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar – Á Ljúflingshól]