Það var hann Binni

Það var hann Binni
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
 
Hver var hann þessi garpur sem útí Eyjum bjó?
Hver hann hann þessi öðlingur sem alltof snemma dó?

Viðlag
Það var hann Binni, það var hann Binni,
það var hann Binni minn í Gröf.

Hver sótti jafnan fastast og setti aflamet
hvort heldur hann í sjóinn lagði línu eða net?

Viðlag

Hver kunni best að varast þann vonda, krappa sjó
sem austanrokið hamslaust inn með Heimakletti sló?

Viðlag

Og hver var það sem eitt sinn rakleitt renndi sér
í gegnum versta öldurótið útvið Faxasker?

Viðlag

Á góðri stund í landi ef setið að sumbli var
hver var þá manna hressastur og hrókur alls fagnaðar?

Viðlag

En þegar menn tóku að ybbast og úti var friðurinn
hver notaði þá af mestum krafti krepptan hnefa sinn?

Viðlag

Hver beit á jaxlinn fastast í frosti og norðanhríð?
Hver horfði af mestri kurteisi í kvenmannsaugu blíð?

Viðlag

Hver gladdist eins og krakki og kvað og söng og hló
er vorsólin skein á öldurnar í Eyjafjallasjó?

Viðlag

Já, hver var hann þessi garpur sem útí Eyjum bjó?
Hver var þessi öðlingur sem alltof snemma dó?

Viðlag

[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Lífið er lotterí]