Það var í maí
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir)
Það var í maí, þá vorið hló
og vakti upp af svefni drauma all a,
við leiddumst ein í ljúfri aftanró
og lífsins fyriheit í öllu bjó.
Þau friðsælu og fögru kveld
við fundum vorið sjálft á okkur kalla,
það kveikti hlýjan unaðslegan eld
og örlög tveggja voru saman felld.
Og lífið gefur börnum sínum bros og tár,
bæði er það gömul saga og ný,
en jafnvel þótt mér gæfan veiti ótal ár
aldrei mun ég gleyma vori því.
Það var í maí, og vorið enn
á vegi stráir nýjum fyrirheitum,
þar ennþá tengjast örlög tvenn og þrenn
er undur lífsins heilla fljóð og menn.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]














































