Þagnarómurinn
(Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)
Heyrðu, Njóla, heillin góð,
hér skal nú sungið næturljóð,
því að í draumi eina sýn ég sé
sofandi við þín móðurkné,
og sú draumsýn, sem í blikur hugans bar
býr nú þar
bundin af þagnarómi.
Í þunga draumsins leið mín lá
löngum grýttum strætum á.
Um þær slóðir einn ég gekk,
illa varinn myrkum súldartrekk,
þegar leiftur bjart lævíst borgarhúmið hjó
og læsti kló
í luktan þagnaróminn.
Í sterkum bjarma birtust þar
býsnir af fólki allsstaðar.
Fólk á tali, fólkið þó án máls,
fólk sem heyrir, hlustar ei til hálfs
fólk að semja lög er söngrödd aldrei fann
og sífellt bann
að særa þagnaróminn.
„Flón“ ég kvað, „ég finn og veit:
fráleitt þögnin takmörk leit.
Hlustið á mig enn að sinni,
eyra legg að ræðu minni.“
En mitt orð, það datt sem dropi‘ í haf:
óma vaf
upp úr þagnarbrunnum.
Og allt fólkið féll og bauð
falsguði sínum völd og auð.
En af hæðum heyrðist rödd ein þar
hópnum sem að nýja kveðju bar
og þar var spurt: eru boð ykkar heilög rituð á hnífsins egg
og húsavegg
og hvísluð inn í þagnaróminn?
[af plötunni Bragsmiðurinn Hinrik Bjarnason áttræður – ýmsir]














































