Þarna stendur þú

Þarna stendur þú
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Þarna stendur þú í
mánaskini minninganna
æskuástin eina, sanna,
þú, ó þú,
með þinn hvíta háls
og hárið tinnusvart
og með brosið bjart
og fleira skart
svo fjöldamargt.

Þarna stendur þú
og ennþá logar eldur sá
sem byrjaði með blossum þá
er ég í fyrst sinn þig sé.

Og þó að úthafs óravíddir
okkur skilji nú
horfi ég í hugskot mitt
og þarna stendur þú.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]