Þegar sérðu bylgjur brotna
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Burtu farinn aftur ertu
og ást þín reyndist mér
eins og döggin demantstæra
sem í dögun horfin er.
Þegar storð af klaka stirðnar
og er stormur vetrar hvín
gegnum nakta skuggaskóga
koma skaltu heim til mín.
Þegar sérðu bylgjur brotna
meðan bleikur máninn skín
upp við svarta, kalda kletta
skaltu koma heim til mín.
Þegar ógnarveldi vetrar
fyrir vorsins mætti dvín
og af ánum ísa brýtur
snúðu aftur heim til mín.
Þegar fuglahópar hefja
flug sitt hátt um víðan geim
hafsins yfir auðnir bláar
skaltu aftur snúa heim.
[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Þrjú á palli]














































