Þeir íslensku segja víst…
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
[sama lag og Sem kóngur ríkti hann]
Viðlag
Arídú-arídúradei,
arídú-arídáa.
Sem kóngur ríkti hann
meður sóma og sann
eitt sumar á landinu bláa.
Þeir íslensku segja víst um hann margt
af óhróðri miðlungi sönnum
því allt það sem hann gat hafði hann gert til þess
að gera þá aftur að mönnum.
Viðlag
En þjóð sú með andlitin armæðufull,
sem ofan á bringuna hanga,
mun ef til vill seinna meir eignast menn
sem uppréttir kjósa að ganga.
Viðlag
Og Íslands klukkur þann dýrðardag
til dýrðar Jörundi hringja.
Og lýðurinn uppi á landinu því
lærir þá kannski að syngja.
Viðlag
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































